GEGN
KYNJABUNDNU
OFBELDI
Naíróbíu-Kisumu-Mwanza-Reykjavík
26. nóv - 10.des 2024
Dagskráin
Fyrsta hlaupið verður í Nairobi í Kenía þann 26. nóvember
Annað hlaupið verður í Kisumu í Kenía þann 28. nóvember
Þriðja hlaupið verður í Mwanza í Tansaníu þann 30. nóvember
Fjórða hlaupið verður í Laugardalnum þann 10. desember
Dagana 25.nóvember til 10.desember fer fram árlega sextán daga vitundarvakning á heimsvísu undir heitinu Alþjóðlegir baráttudagar gegn kynbundnu ofbeldi. Dagana 2.október 2024 til 5.janúar 2025 fer einnig fram Heimsfriðarganga með friði og andofbeldi í þriðja skiptið.
Upplýsingar
Hlaupin eru 5 km löng og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum, enda er gert ráð fyrir að hægt sé að hlaupa, skokka eða ganga vegalengdina. Þátttakendur í ferðinni geta valið að taka þátt í einu, tveimur eða öllum hlaupunum. Hitastigið á áfangastöðunum í Afríku er um 20-25 gráður á þessum tíma, en borgirnar sem hlaupin fara fram í eru allar í töluverðri hæð.
Vinir Kenía og Tansaníu standa fyrir Samstöðuhlaupi gegn kynbundnu ofbeldi ásamt fjölda annarra hjálparsamtaka.
Hlaupin fjögur sem um ræðir verða hlaupin með samstarfsaðilum/samstarfssamtökum og almenningi á þremur stöðum í Kenía, Tansaníu og svo á Íslandi. Þetta verður vettvangur fyrir fólk til að sameinast um að vekja athygli á mikilvægu málefni og hlaupa saman.
Hlaupið verður í anda samstöðu og samkenndar og fjármunum safnað til þess að styðja við hin ýmsu samtök sem fórnarlömb kynbundins ofbeldis leita til í Kenía, Tansaníu og Íslandi.
Múltíkúltí-ferðir sem styrkja viðburðinn hafa tekið að sér að skipuleggja ferðina sem er 23. nóvember til 6. desember. Má taka fram að Múltíkúltí-ferðir standa einungis fyrir ferðum til svæða þar sem þeir taka þátt í hinum ýmsum hjálparstörfum, ásamt því að kynna landið sem ferðast er til. Múltíkúlti-ferðir hafa einnig lagt til markaðstjórann sinn til að sinna öllu sem viðkemur hlaupinu næstu mánuði.
Tegla Lourupe Hleypur með
Þú getur stutt málefnið
Ef þú getur ekki tekið þátt í ferðinni, en vilt styrkja málefnið, þá getur þú lagt inn frjáls framlög sem renna beint til samtaka í Kenía, Tansaníu og íSlandi sem vinna að málstaðnum. Fyrirtæki og félög geta sótt um að verða opinberir styrktaraðilar hlaupsins og stutt þetta góða málefni. Þú getur líka hjálpað með því að deila upplýsingum um hlaupið og hvatt aðra til þátttöku.
Með þátttöku í Samstöðuhlaupi gegn kynbundnu ofbeldi ertu að taka virkan þátt í að breyta heiminum til hins betra. Taktu skrefið, hvort sem það er að hlaupa með okkur, styrkja málefnið eða vekja athygli á því í þínu nærumhverfi.
Múltíkúltí Ferðir
Ef þú getur ekki tekið þátt í ferðinni, en vilt styrkja málefnið, þá getur þú lagt inn frjáls framlög sem renna beint til samtaka í Kenía, Tansaníu og íSlandi sem vinna að málstaðnum. Fyrirtæki og félög geta sótt um að verða opinberir styrktaraðilar hlaupsins og stutt þetta góða málefni. Þú getur líka hjálpað með því að deila upplýsingum um hlaupið og hvatt aðra til þátttöku.
Með þátttöku í Samstöðuhlaupi gegn kynbundnu ofbeldi ertu að taka virkan þátt í að breyta heiminum til hins betra. Taktu skrefið, hvort sem það er að hlaupa með okkur, styrkja málefnið eða vekja athygli á því í þínu nærumhverfi.